Netverslun

NT-Sprint

NT-Sprint er einstaklega hentugt hjólhýsi fyrir pör eða tvo saman á ferð. Það sameinar einfaldleika, þægindi og hreyfanleika á stílhreinan og praktískan hátt. NT-Sprint er ótrúlega létt í drætti og hentar vel fyrir þá sem eru að fara í sína fyrstu ferð með vagn, sem og reyndari ferðalangar sem kunna að meta lipurð og hagræðingu.

Þótt hann sé smár í sniðum, býður hann upp á alla helstu aðstöðu sem þarf fyrir notalega útilegu: svefnpláss fyrir tvo, eldhús með induction helluborði og vaski, 57L ísskáp, ferðagasgrill, borðkrók, hirslur og salerni með heitri sturtu. Hann er fullkominn fyrir stuttar ferðir, sumarfrí eða helgarævintýri um landið.


Helstu eiginleikar:

  • 🛏️ Svefnpláss fyrir 2 – rúmgott hjónarúm eða breytilegur borðkrókur
  • 🍳 Eldhúsaðstaða – induction helluborð, vaskur, airfryer, 57L ísskápur, kaffivél, brauðrist og öll eldunar- og borðáhöld
  • 🥩 Gasgrill á vagni – stórt ferðagasgrill fylgir með enda engin útilega án grillmats
  • 💡 Rafmagn – 12V kerfi og tenging við 220V
  • 🔌 Innri lýsing og tenglar – fyrir þægindi á kvöldin
  • 📦 Geymslupláss – hirslur og skúffur fyrir farangur og vistir
  • 🚗 Léttur í drætti – einfaldur að flytja á milli staða, hentar vel minni bílum og frábær fyrir rafbíla
  • 🚿 Salerni og sturta – ekkert vesen á ferðinni
  • 🎪 Fortjald fylgir – Uppblásið fortjald fylgir sem stækkar rýmið ykkar um helming

Tæknilegar upplýsingar:

  • Heildarlengd: ca. 4,5 metrar
  • Breidd: ca. 2,1 metrar
  • Heildarhæð: ca. 2,5 metrar
  • Leyfileg heildarþyngd: ~750 kg
  • Kæliskápur: 57L Dometic ísskápur
  • Aukahlutir: Uppblásið fortjald og rafmagnssnúra fylgja

Fyrir hverja hentar NT-Sprint?

  • Þá sem eru að prófa útilegu í fyrsta sinn
  • Pör sem vilja einfalt og huggulegt ferðalag
  • Eigendur minni bíla og rafbíla sem vilja ekki eyða fríinu á hleðslustöðvum
  • Þá sem vilja geta verið komin í náttúruna á örfáum mínútum

Bókaðu hér

Innritun 20:00
Útritun 17:00

Trygging

Sjálfsábyrgð felld niður

Trygging 9.900 kr.

Þrif

Þrif á vagni eftir notkun. Athugið að ef hýsunum er ekki skilað hreinum er þetta gjald rukkað 

Þrif 13.900 kr.
Vöruverð: 140.000 kr.
Heildarvalkostir:
Heildarupphæð pöntunar:
button arrow