New Sport 4 er rúmgott og fjölskylduvænt hjólhýsi sem hentar einstaklega vel fyrir lengri ferðir eða styttri útilegur með fjölskyldu eða vinum. Hýsið sameinar þægindi, gott skipulag og stílhreina hönnun, og býður upp á rými og aðstöðu fyrir allt að fjóra ferðalanga.
Það er létt í drætti og einfalt í notkun, hvort sem þú ert vanur ferðavögnum eða að fara í fyrsta skipti. Með svefnplássi fyrir fjóra, eldhúsaðstöðu, borðkrók, salerni með heitri sturtu og góðri geymslu, hefur New Sport 4 allt sem þarf til að njóta Íslands – á þínum eigin hraða.