Netverslun

New Sport 4

New Sport 4 er rúmgott og fjölskylduvænt hjólhýsi sem hentar einstaklega vel fyrir lengri ferðir eða styttri útilegur með fjölskyldu eða vinum. Hýsið sameinar þægindi, gott skipulag og stílhreina hönnun, og býður upp á rými og aðstöðu fyrir allt að fjóra ferðalanga.

Það er létt í drætti og einfalt í notkun, hvort sem þú ert vanur ferðavögnum eða að fara í fyrsta skipti. Með svefnplássi fyrir fjóra, eldhúsaðstöðu, borðkrók, salerni með heitri sturtu og góðri geymslu, hefur New Sport 4 allt sem þarf til að njóta Íslands – á þínum eigin hraða.


Helstu eiginleikar:

  • 🛏️ Svefnpláss fyrir 4 – tveggja manna hjónarúm og kojur fyrir 2
  • 🍳 Fullbúið eldhús – induction helluborð, vaskur, 57L ísskápur, airfryer, kaffivél, brauðrist og öll borðáhöld til staðar
  • 🥩 Gasgrill á vagni – stórt ferðagasgrill fylgir með enda engin útilega án grillmats
  • 💡 Rafmagnskerfi – 12V og tenging við 220V, LED lýsing og tenglar
  • 📦 Nóg pláss – fjölbreyttar hirslur og gólfpláss
  • 🚗 Léttur í drætti – auðveldur að færa og hentar flestum bílum
  • 🎪 Fortjald fylgir – rúmgott uppblásið fortjald sem stækkar rýmið um helming
  • 🪟 Gluggar með myrkvun og neti – þægindi og loftræsting
  • 🛠️ Einfalt viðmót og örugg tenging við rafmagn og gas

Tæknilegar upplýsingar:

  • Heildarlengd: ca. 4,5 metrar
  • Breidd: ca. 2 metrar
  • Heildarhæð: ca. 2,5 metrar
  • Leyfileg heildarþyngd: <750kg
  • Svefnpláss: Fyrir 4 einstaklinga
  • Eldunaraðstaða: Tveggja hellna induction eldavél, airfryer + vaskur, ferðagasgrill, kaffivél og brauðrist
  • Vatnstankur: Já, 30L
  • Rafmagn: 12V kerfi og tenging við 220V
  • Aukahlutir: Fortjald, rafmagnssnúra, gashylki
  • Öryggi: Reykskynjari og öryggisbúnaður skv. reglum

Fyrir hverja hentar New Sport 4?

  • Fjölskyldur með börn eða vinahópa sem vilja gista saman
  • Þá sem vilja meira rými og betri aðstöðu en í minni vögnum
  • Ferðalanga sem vilja hreyfanlegt „sumarbústaðar-feel“
  • Þá sem meta einfaldleika, notagildi og þægindi í ferðalögum

Bókaðu hér

Innritun 20:00
Útritun 17:00

Trygging

Sjálfsábyrgð felld niður

Trygging 9.900 kr.

Þrif

Þrif á vagni eftir notkun. Athugið að ef hýsunum er ekki skilað hreinum er þetta gjald rukkað 

Þrif 13.900 kr.
Vöruverð: 140.000 kr.
Heildarvalkostir:
Heildarupphæð pöntunar:
button arrow