Netverslun

Adria Aviva 390 PS

Adria Aviva 390 PS er frábært hýsi fyrir fjölskylduna. Hann býður upp á svefnpláss fyrir allt að 4 manns, rúmgott eldhús, borðkrók, geymslur og þægilegt skipulag sem hentar jafnt til stuttra ferða og lengri sumarleyfa.

Þetta er millistærðin í flotanum – auðveldur í notkun og hannaður með léttum, nútímalegum efnum sem tryggja jafnvægi milli rýmis og dráttargetu. Fullkominn fyrir þá sem vilja ferðast án þess að fórna þægindum.


Helstu eiginleikar:

  • 🛏️ Svefnpláss fyrir 4 manns –  hjónarúm og breytilegur borðkrókur
  • 🍽️ Rúmgott eldhús – gaseldavél með tveimur hellum, vaskur og góðar hirslur
  • 🥩 Gasgrill á vagni – stórt ferðagasgrill fylgir með enda engin útilega án grillmats
  • 💡 Rafmagnskerfi – 12V og 220V tenging, LED-lýsing og tenglar
  • 🪟 Gluggar með gardínum, neti og myrkvun – sveigjanleg loftræsting og næði
  • 📦 Nóg geymslupláss – bæði undir rúmum og í skápum
  • 🌡️ Truma hitakerfi – blæs hita um hýsið eftir földum leiðslum
  • 🛁 Baðrými með vaski, salerni og heitri sturtu – öll nútíma þægindi til staðar

Tæknilegar upplýsingar:

  • Heildarlengd: ca. 6 metrar
  • Breidd: ca. 2,3 metrar
  • Heildarhæð: ca. 2,6 metrar
  • Leyfileg heildarþyngd: ~1.100 kg
  • Svefnpláss: 4 einstaklingar (rúm og breytilegur borðkrókur)
  • Eldunaraðstaða: Tveggja hellna gaseldavél, vaskur, kæliskápur
  • Vatnskerfi: Vatnstankur með dælu fyrir kalt vatn
  • Truma Therme vatnshitari – Heitt vatn úr öllum blöndunartækjum með einum takka
  • Rafmagn: 12V kerfi og 220V tenging
  • Aukahlutir: Fortjald með öllu, rafmagnssnúra, allur borðbúnaður fylgir
  • Öryggi: Reykskynjari, gasvörn og öryggisbúnaður samkvæmt reglum

Fyrir hverja hentar Adria Aviva 390 PS?

  • Fjölskyldur sem vilja ferðast létt en samt hafa öll þægindi
  • Ferðalanga sem ætla í lengri ferðir um landið
  • Þá sem meta gott skipulag og svefnpláss fyrir börn og fullorðna

👉 Bókaðu þinn í tíma – vinsælt val fyrir fjölskyldusumar og langt frí!

Bókaðu hér

Innritun 20:00
Útritun 17:00

Trygging

Sjálfsábyrgð felld niður

Trygging 9.900 kr.

Þrif

Þrif á vagni eftir notkun. Athugið að ef hýsunum er ekki skilað hreinum er þetta gjald rukkað 

Þrif 13.900 kr.
Vöruverð: 160.000 kr.
Heildarvalkostir:
Heildarupphæð pöntunar:
button arrow